ELÍN HELENA SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „ÉG BARA SPYR“

0

elin 3

Hljómsveitin Elín Helena sendi á dögunum frá sér lagið „Ég Bara Spyr“ en þar eru meðlimir sveitarinnar að velta fyrir sér nokkrum spurningum sambandi við þjóðfélagið. Lagið er lifandi, hratt og pönkað og myndbandið einkar skemmtilegt en það er í svokölluðum texta myndbandsstíl.
Elín Helena er ættuð frá Selfossi og nágrenni en sveitin sendi frá sér stuttskífuna „Skoðanir Á Útsölu“ árið 2003 en lagðist svo í dvala. Árið 2009 reis bandið aftur úr rekkju og eru piltarnir nú komnir á fullt, sem betur fer!

elin 2
Hljómsveitarmeðlimir eru: Daði Óskarsson, Eyjólfur Viðar Grétarsson, Helgi Rúnar Gunnarsson, Sigurbjörn Már Valdimarsson, Skúli Arason og Vignir Andri Guðmundsson.
Þetta er virkilega skemmtilegt og hresst band og lagið „Ég Bara Spyr“ er skemmileg ádeila á Íslenskt þjóðfélag.
Elín Helena spilar á Bar 11 ásamt hljómsveitinni Mercy Buckets þann 23. Október kl 22:00.


Tengdar greinar:

http://albumm.is/elin-helena-er-brjalud/

Comments are closed.