ELÍN EY SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ BAK Í BAK

0

Elín Ey

Tónlistarkonan Elín Ey hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi allt frá því hún sendi frá sér sína fyrstu plötu See you in Dreamland árið 2008. Elín Ey hefur komið fram á fjölda tónleika hér á íslandi sem og erlendis en tónlistarkonan bjó nýverið í New York. Mikið var um að vera í hinu stóra epli og kom Elín Ey reglulega fram á tónleikum með allskyns tónlistarfólki.

elín ey 2

Elín Ey var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist „Bak Í Bak“ og er það virkilega flott og dularfult. Óhætt er að segja að hljómur lagsins minni mann töluvert á áttunda áratuginn sem er alls ekki slæmt!

Hér er á ferðinni frábært lag frá flottri tónlistarkonu og er því tilvalið að hækka í græjunum og njóta!

Comments are closed.