ELEMENTS STRÁKARNIR GERA GÓÐA HLUTI FYRIR DANSTÓNLIST Á ÍSLANDI

0

elements-1

Elements er þekktur sem klúbbaþáttur Íslands og er í raun danstónlistar útvarpsþáttur af bestu gerð í umsjón tveggja metnaðarfullra plötusnúða að nafni Jóhann Helgi Kristinsson og Kristinn Bjarnason, einnig þekktir sem Smokin Joe og Ghozt.

Þátturinn er á dagskrá á útvarsptöðinni FM Xtra 101.5 öll laugardagskvöld frá 22:00 til miðnættis en þar er hægt að finna sína danstónlist í formi techhouse, indie, electro eða techno og þá helst hina svokölluðu hústónlist í öllu sínu veldi. Einnig er hægt að hlusta í beinni útsendingu á netinu á vefslóðinni Fmxtra.is/live.

Þeir voru lengst af á X-inu en færðu sig yfir á Xtra og hafa þeir verið þar í um tvö ár. Enda hefur sú stöð verið að sinna jaðar- danstónlist hvað allra best af þeim stöðvum sem eru í loftinu í dag. Þeir stikla á safaríka tóna til að koma fólki í rétta gírinn á laugardagskvöldum.

elements-2

Seinni hluti þáttarins er svo undirlagður af gestamixi sem kemur þá annaðhvort frá einhverjum helstu plötusnúðum borgarinnar eða, eins og hvað oftast hefur verið þessa dagana, þekktir erlendir plötusnúðar og tónlistarmenn sem hafa margir hverjir gefið útá þekktustu útgáfufyrirtæki heims á borð við Hot Creations, Suara, Toolroom, Anjunadeep og.fl. Þeir hafa fengið til liðs við sig stjörnur á borð við Shur-I-Kan, Patrick Topping, Billy Kenny, Demarzo, Simone Libarali, Omid 16b og listinn heldur áfram.

elements-3

Þá er að finna á flestum samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram, Twitter og Soundcloud undir heitinu Elements Iceland. Einnig eru þeir á Snapchat undir elementsofmusik. Á Soundcloud-inu þeirra er að finna yfir 260 syrpur frá öllum heimsins hornum sem spanna rúmlega 3 ár aftur í tímann og er niðurhal í boði á hverjum einasta þætti. Þeir hafa fengið rúmlega 180.000 hlustanir og um 10.000 hafa halað þættinum niður á þeim tíma og eru þeir að eigin sögn hvergi nærri hættir.

Þeir þakka Íslendingum fyrir stuðninginn og hlustunina en þeir eru í langstærstum meirihluta þar inni. Svo vilja þeir minna á að besta fyrirpartýið er á laugardagskvöldum á FM Xtra frá tíu til miðnættis.

Kostunaraðilar Elements er Tónastöðin sem sinnir íslenskum tónlistarmönnum og plötusnúðum mjög vel með frábæru úrvali af tækjum og tólum m.a frá Native instruments og Arturia. Og Becks á Íslandi.

Fylgist nánar með Elements hér:

http://instagram/elementsofmusik

http://twitter.com/elementsofmusik

Skrifaðu ummæli