ELEMENTS BÍÐUR Í AFMÆLIS HÚSTÓNLISTAR PARTÝ

0

Fyrir þá sem vita ekki hvað Elements er eða hvað þeir standa fyrir þá er þetta dansútvarpsþáttur sem hefur verið í loftinu í 5 ár og samhliða því haldið viðburði á klúbbum bæjarins. Þeir Jóhann Helgi Kristinsson (Johnston K) og Kristinn Bjarnason (Ghozt) hafa verið þar í aðalhlutverki ásamt því að aðrir DJ-ar innan senunar hafa komið við sögu og hjálpað til á þeim tíma og má þar nefna AJ Caputo, KjartMan og Ómar þ.á.m.

Nú á dögunum komu þrír nýjir meðlimir í hópinn þeir Andri Már (aMo), Ingi Sævar og Kristján Thor og verða þeir með partý í Tuborg kjallara BAR 11 laugardaginn 8.apríl frá miðnætti til lokunar, í tilefni nýrra meðlima og afmæli tveggja þeirra.

Þeir hafa nýlega byrjað að notast við „live Facebook feed“ sem virðist vera að ná hámarki hjá DJ-um og danshátíðum um allan heim en það lýsir sér einfaldlega þannig að þeir eru í beinni útsendingu að spila í mynd með fullkomnu hljóði en það er hægara sagt en gert að notast við þann búnað enda dýr og flókin ef þú vilt hafa þetta almennilegt. Með þeim hætti, fara þeir í loftið öll laugardagskvöld þannig að hægt er að fylgjast með þeim spila meðan þú hlustar sem gerir upplifunina töluvert skemmtilegri. Í framtíðinni munu þeir einnig vera með live stream frá sínum viðburðum sem sýnir þá stemmninguna í beinni og þá einnig með það að markmiði að fá fólk sem situr heima til að slást í gleðina.

Þeir minna svo á sig næstkomandi laugardagskvöld í kjallara BAR 11 og vonast þeir til að sjá sem flesta.

Fylgist með Elements á netinu:

Instagram

YouTube

Snapchat: elementsofmusik

Twitter

Mixcloud

Facebook viðburður

Skrifaðu ummæli