ELDFJALLAPARTÝ Í ÞRÍHNÚKAGÍG

0
Maðurinn er ekki stór inní kvikuhólfinu.

Ljósmynd: Evelina Kremsdorf

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa bætt við nýjum tónleikastað og ætla að halda tónleika ofan í Þríhnúkagíg.

„Við erum gríðarlega stolt og spennt að halda fyrstu tónleikana ofan í eldfjalli í heiminum. Aðstandendur Inside the volcano hafa verið að ferja fólk ofan í gíginn lengi vel og kunna sitt fag hvað varðar upplifun og öryggi ofan í fjallinu.” – Ósk Gunnarsdóttir kynningarfulltrúi Secret Solstice.

Thrihnukagigur volcano, Iceland.

Ljósmynd: Evelina Kremsdorf

Í fyrra héldu skipuleggjendur hátíðarinnar tónleika í fyrsta sinn inni í jökli og því greinilegt að ekki skortir frumleika í hugsun er varðar tónleikastaði. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem tónleikar fara fram ofan í Þríhnúkagíg.

„Í gegnum árin hefur hátíðin fengið meðal annars titilinn the most uniqe festival in the world. Við erum alltaf að reyna að betrumbæta okkur og bæta við spennandi viðburðum og halda titlinum sem hefur verið gefið okkur. Við Íslendingar sitjum á gulli hvað varðar náttúrufegurð og það gefur auga leið að nýta fallega landslagið okkar og búa til einstaka viðburði sem gera upplifanir hátíðargesta einstaka og öðruvísi.”  Ósk Gunnarsdóttir.

The only place in the world to go 120m down from the crater into the magma chamber. Thrihnukagigur, Iceland. insidethevolcano.com

Ljósmynd: Evelina Kremsdorf

Það verða aðeins tuttugu miðar í boði á tónleikana í Þríhnúkagíg en aðspurð hvort stefnt er að því að halda fleiri tónleika í eldfjallinu segir Ósk það vera of snemmt að segja til.

„Við viljum einbeita okkur að gera fyrst tónleikana vel og sjá svo hvað verður.” – Ósk Gunnarsdóttir.

itv-helicopter

Þeir sem eiga miða á tónleikana verða fluttir úr höfuðborginni með þyrlu að eldfjallinu en tónleikarnir fara fram laugardaginn 18. júní. Secret Solstice-hátíðin fer fram dagana 16.- 19. júní, þar sem hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones og Of Monsters And Men koma fram.

Comments are closed.