EKKISENS OPNAR JÓLASÝNINGUNA „EITTHVAÐ FALLEGT“

0

fallegt 4

Ekkisens sýninga- og viðburðarými á Bergstaðastræti 25B opnar jólasýninguna „Eitthvað Fallegt“ í gær fimmtudaginn 17. Desember. Fjölmargir listamenn á öllum aldri taka þátt í sýningunni og setja þar fram verk af ýmsum gerðum til sýnis og sölu. 

fallegt

Má þar nefna: Steingrím Eyfjörð, Huldu Vilhjálmsdóttur, Freyju Eilíf, Katrín Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur, Evu Ísleifsdóttur, Loga Bjarnason, Halldór Ragnarsson, Höllu Birgisdóttur,  Önnu Fríðu Jónsdóttur, Anton Loga Ólafsson, Auði Ómarsdóttur, Auði Lóu Guðnadóttur, Ásgeir Skúlason, Guðrún Heiði Ísaksdóttur, Heiðrún Grétu Viktorsdóttur, Loga Leó Gunnarsson,  Megan Auði Grímsdóttur, Ragnhildi Láru Weisshappel, Sigríði Þóru Óðinsdóttur,  Ásgeir Skúlason og fatahönnuðina Ýrúrarí og Tönju Levý ásamt fleiri upprennandi listamönnum.

Slagorð sýningarinnar er: Notum myndlist um jólin! 

Opið verður í Ekkisens til 23. desember frá kl. 17:00 – 21:00 og listarýmið er staðsett í kjallara á Bergstaðastræti 25B.

Comments are closed.