„EKKI ÞAÐ AÐ FÓLK SÉ EKKI BÚIÐ AÐ ÁTTA SIG Á AÐ ÉG SÉ STUNDUM RUGLUГ

0

Heiða Eiríksdóttir gerði garðinn frægann með hljómsveit sinni Unun hér árum áður.

Heidatrubador er tónlistarverkefni Heiðu Eiríksdóttur sem einnig er í hljómsveitinni Hellvar og Dys. Heiða var einu sinni í hljómsveitunum Heiðu og Heiðingjunum, einnig gerði hún garðinn frægann í hljómsveitinni Unun og þar á undan í fullt af bílskúrssveitum með skemmtilegum nöfnum.

Heidatrubador er tiltölulega nýlegt verkefni Heiðu, en hún gerir ekki eingöngu „trúbadoratónlist“ undir þessu nafni.

„Pælingin með þessu nafni var fyrst að dusta rykið af kassagítarslögunum mínum, koma fram ein með kassagítar eins og ég gerði þegar ég var unglingur. Svo fannst mér fyndið að gera tónlist sem væri ekki hefðbundin þjóðlagatónlist og nota samt nafn sem allir myndu halda að væri svona trúbadora-fólk eitthvað. Mig langar í raun og veru aðeins að rugla í öllum. Ekki það að fólk sé ekki búið að átta sig á að ég sé stundum svolítið rugluð, en ég er kannski bara alveg sátt við það. Ég er svona að undirstrika ruglið mitt, að staðfesta það sem fólki hefur grunað í mörg ár“ – Heiða

Fyrsta útgáfa Heidatrubador var kassettan „Third-eye-slide-show“ sem kom út hjá Falk-records árið 2016 og var hún tilraunaskotin hljóðatónlist, að mestu ósungin. Í apríl 2017 kom svo út breiðskífan Fast á vínyl, geisladiski og rafrænu formi, og hana gaf Heiða út sjálf. Hægt er að nálgast plötuna á síðu hennar:

 

Heiða fór í tónleikaferð í vor um sjö lönd og kynnti nýju plötuna sína en flutti í kjölfarið til Berlínar þar sem hún hófst handa við að taka upp nýtt efni. Hún lauk við 2 plötur þar úti og sú fyrri var að koma út og nefnist hún Artist Celery. Það er tílraunaskotin plata, en mikil áhersla er lögð á rafmagnsgítara sem byggja upp í hljóðmúra.

Heiða er búin að búa úti í Berlín í 6 mánuði.

Platan var fyrst gefin út á youtube, en kom svo út á bandcamp-síðu Heidatrubador þann 21.september síðastliðinn. Sama dag kom út myndband við upphafslag plötunnar, sem heitir „Til vara“ og hægt er að sjá það hér fyrir neðan.

Næstu skref hjá Heiðu eru að flytja aftur til Íslands, þar sem 6 mánaða dvöl hennar í Berlín er senn að ljúka. Hún mun svo klára vinnu á næstu plötu Heidatrubador á vormánuðum 2018 en platan er á dagskrá á síðari hluta næsta árs en sú plata er kassagítars-popp.

Elvar Geir Sævarsson skaut og vann myndbandið en það var tekið upp í garði í Berlín í sumar.

Skrifaðu ummæli