„Ekki puða á bak við tjöldin fyrir kokhrausta töffara”

0

Fyrri skömmu sendi hljómsveitin Pixel Dream frá sér plötuna Scoop en hún hefur verið að fá afar góðar viðtökur. Pixel Dream er samspil Helga Freys Tómassonar og Ólafs Kára Ólafssonar sem snýst fyrst og fremst um að sérhæfa sig ekki í neinum ákveðnum stíl heldur draga bestu eiginleika úr sem flestum tónlistarstefnum. Oftar en ekki eru lögin “instrumental” þar sem áherslan er lögð á skapandi  og hugvíkkandi hljóðheim sem er ekki bundinn takmörkuðu tungumáli eða reynsluheimi daglegs lífs.

Kapparnir leggja mikla áherslu á sjálfstæði við sköpun sína og sjá sjálfir um alla hlekki tónlistarsköpunarinnar. Tónsköpun, hljóðhönnun, hljóðblöndun og masteringu svo helstu ferlin séu nefnd. Pixel Dream hvetja pródúsera landsins til þess að taka málin í eigin hendur í stað þess að puða bak við tjöldin fyrir kokhrausta töffara

Skrifaðu ummæli