„EKKI ÓLÍKLEGT AÐ KRUMPA KOMI Á EINHVER PANAMASKJÖL”

0

Nú í júlí gaf hljómsveitin Nýríki Nonni út lagið „Svíkja undan skatti“ við góðan orðstír. Það góðan að undir tók í skattaskýrslum landsmanna. Nú skiptir Nýríki Nonni um kennitölu og 7. Október kemur út lagið „Óbóta.“ Lagið er óforbetranlegur rokkari, einfaldur og hávær í anda Nýríka Nonna. Textinn fjallar um sjálftökuliðið nýríka og er ekki ólíklegt að krumpa komi á einhver Panamaskjöl.

Nýríki Nonni er hávært rokktríó sem flytur eingöngu frumsamið efni með textum sem hafa innihald. Lagið er samið af Illug og Jóni Magnúsi Sigurðarsyni og textinn er eftir Illug. Meðlimir Nýríka Nonna eru: Logi Már Einarsson (ekki Samfylkingarformaður) syngur og leikur á bassa, Óskar Torfi Þorvaldssin spilar á trommur og Guðlaugur Hjaltason leikur á gítar og syngur.

Skrifaðu ummæli