EKKI MISSA AF PARTÝI ÁRSINS Á NASA Í KVÖLD

0

14137692_10210684591295544_1919160115_n

Það verður heljarinnar partý á Nasa í kvöld þegar KSF og gestir stíga þar á stokk! Dagskráin er sko ekkert slor en þar má helst nefna Patrick Topping en hann tryggði sér stöðu sem einn mest bókaði danstónlistarmaður árið 2015. Patrick er búinn að vera að spila um heiminn á stórhátíðum eins og Glastonbury, Tomorrowland í bæði Brasilíu, Belgíu og Atlanta, Creamfields í suður ameríku, Stereosonic í ástralíu og beint á aðalsviðið á Movement í Detroit á sama tíma og hann var með föst kvöld á Ibiza á DC10.Line up.

ksf 4

Einnig koma fram: Vibes, Mogesen og Sandeman og má búast við dúndrandi bassa og gleði en hljómurinn og ljósin er í boði Ofur Hljóð! Nasa verður skreytt með 3D myndum frá Ingvari Björn og fá gestir 3d gleraugu til að njóta kvöldsins enn betur.

14112016_10210684593775606_272127406_n

KSF ætla að gefa fyrstu sem mæta usb lykla í formi nafnspjalds með nýjasta remixi ksf af laginu „Waterfall“ með vök og glænýju lagi KSF og Mogesen sem ber heitið „Tekk Nóg.“  Einnig fá 100 fyrstu gestirnir drykk frá Smirnoff!

Húsið opnar kl: 21:00 og byrja herlegheitin strax þannig fólk er hvatt til að mæta á réttum tíma, húsið lokar kl 03:00.

Hægt er að nálgast miða á miði.is.

 

Comments are closed.