Ekki jólalag sem enginn hefur verið að bíða eftir

0

Í þjóðfélagsmálum er allt í skít. Baktal og yfirdrull allsráðandi. Pólitísk hrossakaup og almenn óþægindi. Einhver þarf að stinga á þessum kýlum! Í þetta skiptið verður það ekki Elín Helena. Þess í stað heiðrum við lifandi goðsögn, Eyjólf Kristjánsson, með jólalagi sem enginn hefur verið að bíða eftir og er ekki jólalag. Eyjólfur sjálfur sýnir stórleik í gestahlutverki í myndbandi sem fylgir laginu.

Einnig hefur Elín Helena hent inn á spotify stuttskífunni Skoðanir á Útsölu sem kom útárið 2003 sem er löngu ófáanleg ásamt smellinum „Ég bara spyr” sem hefur einmitt einungis komið út á Youtube hingað til.

Skrifaðu ummæli