„Ekkert nema typpakeppni milli dópista rappara“

0

Rapparinn Magnús Aron Katrínarson eða M.aron eins og hann kallar sig var að senda frá sér sína fyrstu EP plötu sem ber heitið, Bara M.aron. Magnús Aron hefur verið að skrifa texta síðan hann var 13 ára gamall en hann er 22 ára í dag. Kappinn kemur frá Akureyri og segir hann að þar er mikið um dópneyslu og vill hann tileinka lífi sínu í forvarna rapp.

Á plötunni hleypur Magnús okkur inn í hjartað sitt og vill hann reyna að vekja athyggli á því að okkar hip hop kúltúr er að breytast í ekkert nema siðblint djamm.

„Ég vill taka það fram að ég mun koma sem Yin við Yangið í rappinu. Ég elska rapp og finnst svo ótrúlega sorglegt að sjá rapp hafa áhrif á börn þannig að þau byrja að dópa útaf einhver rappari talar um kókaín sendingu eða að “trappa trappa hart.“ Ég vill að fólk og unglingar sem eru vakandi fyrir þessum blindandi djöflum vita að þau eru ekki ein og þótt í augnablikinu erum við rétt að vakna við þetta dóp skylt rapp, sem er ekkert nema typpakeppni milli dópista rappara. Þess vegna hef ég tekið það að mér að stofna mitt eigið útgáfu og hljóðupptöku label sem heitir, Líf Stíll ásamt Rúnari Ívars og Birnu Maríu fjeldsted.“

Sjálfur hefur Magnús Aron kynnst þessum dimma og hræðilega dópheim en lagið, Dagdreymandi er fjórða lagið á plötunni og var það samið til alla þá krakka sem létust í ár.

„Fólk veit alveg hvað ég er að tala um og ríkið horfir á þetta eins og ekkert er að svo lengi sem þessir rapparar borga sinn skatt. Ég er með rappara sem eru tilbúnir að standa upp fyrir hverja einustu manneskju og ungling sem eru týnd í þessu svo kölluðu trappi. Ég meina horfum bara á fréttirnar fólk að deyja útaf lyfjum sem eru lögleg hvað er að okkur? Einfalt … við erum dagdreymandi samfélag!“

Lagið Djúpar Pælingar er lag númer 2 á plötunni og segir það frá reynslu Magnúsar Arons eftir að hann féll í mikla kókaínneyslu en Magnús hefur misst marga góða vini út frá því. Með tónlist sinni vonar Magnús Aron að hann nái til allra þá sem eiga við dópneyslu að stríða og að þau standa aldrei ein!

Hægt er að finna M.aron á helstu streymisveitum.

Skrifaðu ummæli