Eitursvalt myndband í anda tíunda áratugarins

0

Hljómsveitin PSYCHOPLASMICS var að senda frá sér snilldar myndband við lagið „107 RVK” en það er tekið af glænýrri plötu sveitarinnar. Lord Pusswhip og Alfred Drexler skipa sveitina en þair hafa komið víða við að undanförnu í íslensku tónlistarsenunni. Drengirnir vinna allt sjálfir og er umrætt myndband þar engin undantekning en það er gert í samvinnu við leikstjórann Bryngeir Vattnes.

Myndbandið er einkar svalt og í anda tíunda áratugarins, pixlað og kallar nákvæmlega fram það sem PSYCHOPLASMICS stendur fyrir! Lagið er að sjálfsögðu eitursvalt og er þetta svo sannarlega konfekt fyrir bæði augu og eyru.

PSYCHOPLASMICS á Instagram

Skrifaðu ummæli