EITT SETT ER EKKI BARA SÚKKULAÐI

0

Sýningu Magnúsar Sigurðarsonar og Margrétar Helgu Sesseljudóttur lýkur laugardaginn 20. maí. Sýningin er hluti af sýningaröðinni Eitt Sett, þar sem stefnt er saman tveimur myndlistarmönnum sem komnir eru mislangt á ferli sínum í von um að samleikur þeirra róti upp ferskum næringarefnum sem þyrlast svo út í umhverfið.

Með Golfstraumnum bar Magnús Sigurðarson að landi og í flæðarmálinu hitti hann fyrir Margréti Helgu Sesseljudóttur. Saman ráfuðu þau um í fjörunni, báru saman bækur sínar, veltu við steinum og skyndilega glitti í sýninguna „Lampabrot.”

Við ströndina skiptist á flóð og fjara. Kræklingurinn opnar og lokar skeljum sínum í takt við sjávarföllin og rembist við að laga sig að aðstæðum. Lengst úti á vetrarbrautinni snúast grjóthnullungarnir ómótaðir í tímalausu eirðarleysi og bíða þess að sogast inn í slípandi hringiðu náttúruaflanna. Gleymdir hlutir fljóta upp á yfirborðið og máta sig í nýrri mynd. Í ljósaskiptunum leitar maðurinn að þvældum strætómiða meðan gæsirnar kvaka út í vindinn.

Sýningarstjórar eru þau Unndór Egill Jónsson og Una Margrét Árnadóttir.

Sýningarröðin „Eitt sett“ samanstendur af fjórum sýningum í Harbinger á árinu 2017. Sýningarröðin er styrkt af Myndlistarsjóði.

OPNUNARTÍMAR HARBINGER:

Fimmtudagar: 17.00 – 20.00

Föstudagar: 14.00 – 17.00

Laugardagar: 14.00 – 17.00

 

Skrifaðu ummæli