EITT AF MYNDBÖNDUNUM FIMM ER GERT AF 10 ÁRA SYNI JÓNS

0

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sendi nýverið frá sér plötuna Fiskar en hún hefur verið að fá frábærar viðtökur. Platan (CD) hefur selst í rétt tæpum 1.000 eintökum sem telst hreint út sagt stórkostlegt á tímum sem þessum og er því að verða uppseld! Einnig er platan fáanleg á vínyl og á streymisveitum eins og Spotify.

Jón hefur sent frá sér fimm myndbönd við lög af plötunni en þau eru við lögin „Þegar þú finnur til,” „Ég græt það”, „Þrá eftir þér,”  „Stund undir stjörnu” og „Fiskar.” Myndböndin eru virkilega glæsileg en sonur Jóns gerði myndbandið við lagið Fiskar en hann er aðeins tíu ára gamall og er það gert á Iphone 4!

Hér fyrir neðan má sjá myndböndin og hlýða á lögin en Jón er einstaklega lúnkinn við að láta fólki líða vel í gegnum tónsmíðar sínar.

Skrifaðu ummæli