EITRUÐ STEMNING Á AK EXTREME UM HELGINA!

0

Sigurvegari snjóbrettakeppninnar í ár var Slóvakinn Zoltan Strcula en hann fór algjörlega á kostum!

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin Ak Extreme fór fram á Akureyri um helgina og óhætt er að segja að stemningin hafi vægast sagt verið stórkostleg! Þegar snjóbrettakeppnin stóð sem hæðst lá mikil spenna í loftinu enda allir bestu snjóbrettakappar landsins mættir til leiks. Einnig mátti sjá nokkra erlenda keppendur sem gaf keppninni enn meira vægi.

Sigurvegari snjóbrettakeppninnar í ár var Slóvakinn Zoltan Strcula en hann fór algjörlega á kostum! Allt sem hann gerði var mjög „clean“ eins og sagt er og stíllinn óaðfinnanlegur! Það mátti sjá mörg snilldar tilþrif en allt ætlaði um koll að keyra þegar Eiki Helgason gerði svokallað „One Foot.“

Einnig var kept á snjósleðum en það var sleðakappinn Há­kon Birk­ir Gunn­ars­son sem fór með sigur af hólmi!

Hákon Birkir Gunnarson sigraði í vélsleðastökkinu.

Allir geta verið sammála um það að Ak Extreme hafi verið stórglæsileg í ár og eiga skipuleggjendur keppninnar mikið hrós skilið! Herlegheitunum var sjónvarpað í beinni dagskrá á Stöð 2 Sport og var öll umgjörð hin glæsilegasta og frábær skemmtun!

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband með sigurvegaranum en það tengist Ak Extreme ekki neitt.

http://www.akx.is

Skrifaðu ummæli