EISTNAFLUG 2015

0

cover

Carcass, Behemoth, Godflesh, Enslaved og Kvelertak: Eistnaflug sendir höggbylgju út í Íslensku þungarokkssenuna með röð ótrúlegra hljómsveitabókana á komandi hátíð.


Eistnaflughátíðin víðfræga hefur stækkað jafnt og þétt síðan hún var fyrst haldin fyrir liðlega tíu árum síðan, en í kjölfar þess að Stefán Magnússon stjórnandi hennar lýsti því yfir að hátíð lokini síðastliðið sumar að hún leggðist sennilega af ef að ýmsu er lýtur að umgjörð hennar fyrir austan væri ekki kippt í lag er nú komið talsvert annað hljóð í strokkinn.

Fyrst var tilkynnt að hátíðin, sem að löngu er búin að sprengja utan af sér, færi framvegis fram í Íþróttahöll Neskaupsstaðar í stað hefðbundins heimili hennar að Egilsbúð.

Í haust hafa svo hljómsveitir, erlendar jafnt sem innlendar, verið kynntar til leiks með jöfnu millibili á fésbókarsíðu hátíðarinar. Þessar sveitir eru hver annari stærri, og þegar að flösuþeytarahersveitir Íslands héldu að hæstu hæðum hefði verið náð með tilkynningu þess að Pólsku svartdauðarokkshetjurnar í Behemoth myndu koma fram á Eistnaflugi næsta sumar, þá var það bara sem léttur forleikur þess að lokatilkynningin á miðvikudaginn 19. Nóvember síðastliðinn innihélt hvorki meira né minna en bæði hina endurupprisnu framvarðarsveit grændkorsins Carcass og Norsku rokkrisana í Kvelertak.

Allt í allt troða hvorki meira né minna en tólf erlend bönd upp á Neskaupstað aðra helgina í Júlí næsta sumar, sem er meira en tvöföldun frá því á liðnu sumri. Á meðal þeirra er önnur endurupprisin sveit að nafni Godflesh sem að telst til guðatölu hjá iðnaðarrokkshundum um heim allan, Bandaríska svartmálmsveitin Inquisition, sem að stendur á hátindi frægðar sinnar um þessar mundir, önnur svartmálssveit að nafni Lvcifyre sem að er Dönsk að uppruna og enn önnur svartmálmssveitin að nafni Enslaved sem að á rætur sínar að rekja til Noregs og fyrstu öldu svartmálmsins er spratt upp úr frosnum jarðvegi heimalands þeirra, en iðkar í dag öllu óhefðbundnari útgáfu téðs tónlistarstíls. Sænska gimmicksveitin Vampire, og samlandar þeirra í In Solitude koma einnig fram. En ballið er ekki búið ennþá og svartmálmsböndin eru ekki ennþá öll upptalin, því að fyrir utan Grísku sveitina Rotting Christ koma einnig fram íslensku korpsepeintstrákarnir í Auðn, Sinmara og Misþyrmingu. Það fer heldur minna fyrir dauðarokkinu að þessu sinni enda endurspeglar þessi yfirgengilega svartmálmsvæðing komandi hátíðar að vissu leyti þá vakningu sem að hefur verið að eiga sér stað í svartmálmsgeiranum á Íslandi síðastliðin ár. Dauðarokkið fær reyndar bara að njóta sín í flutningi krossbera stefnunar á Íslandi til margra ára, hinnar víðfrægu lævmulningsvélar Severed.

Momentum fær að sjálfsögðu að heilla áhorfendur að vanda, jafnvel þótt að sú ákvörðun hafi verið tekin að bóka ekki sumar af þeim sveitum sem að hingað til verið í nokkurskonar áskrift að hátíðini. Sólstafir falla líka undir þann hatt, en eyðileggingarlistaspírurnar í  Muck eru að verðskulduðu á hraðri leið í þann klúbb sömuleiðis. Það væri engin hátíð án þeirra klassísku rokktóna sem að ofvirku ungmennin í The Vintage Caravan leika af svo mikillri innlifun, né án þess að þyngsta þungarokkssveit Íslandssögunar, HAM að nafni, leiði lýðinn inn í sannkallað svitabað.

Kontinuum rís hratt í áliti þessa dagana og á að sjálfsögðu heima á hátíðini, sem og strákarnir í Icarus, sem að leika metalískan harðkjarna af innlifun og staðfestu, en hátíðin þykir sýna mikið innsæi og framsýni með því að bóka þá, enda ku þeir vera framtíðin í þessum geira hér á landi.

Hátíðin sýnir einnig snilldartakta með því að kynna til leiks Lights on the Highway, sem að því miður hafa verið fjarri góðu gamni síðan að forsprakki þeirra Agnar Eldberg Kofoed Hansen færði sig um set til Texas fyrir nokkrum árum síðan. Enn fyrir þá sem að ekki vita þá eiga ljúfir tónar sveitarinar lítið skylt við megininntak hátíðarinar.

Að lokum er svo komið að tveimur síðustu erlendu böndunum sem að heiðra munu landann með komu sinni, en þær eru ekki af verri endanum þótt að minna þekktar séu. Þar erum við að tala um Dönsku postmetalsleggjurnar í LLNN sem að leika síðþungarokk af þyngstu og hráustu gerð, sem og Bresku sludgemeistarana í Conan, sem að taka líklega við keflinu af Bölzer sem költ feivorite hátíðarinar næsta sumar.

Með þessum tilfæringum öllum fylgir að sjálfsögðu að minni Íslenskir spámenn eiga síður aðgang að þessu stærsta sjónarsviði Íslensku þungarokkssenunar, bæði vegna aukins fjölda erlenda sveita, en líka sökum þess að stærri hlómsveitum fylgja lengri sett, sem að þýðir auðvitað að hljómsveitum fækkar töluvert. Enn einhverju verður að sjálfsögðu að fórna í nafni framfara og hækkar þetta að sjálfsögðu meðalgæðastuðul þeirra Íslensku sveita sem að boðið er að koma fram í framtíðini, þó að nokkur rotin epli hafi því miður slæðst inn í félagsskap þeirra heimsklassa hljómsveita sem að prýða munu fjalir sviðsins í íþróttahöllini næstkomandi sumar.

Í síðri fréttum er það helst að Mayhemisphere off-venue hátíðin mun líklega leggjast af sökum þess að rífa á aðsetur hennar, sjálfa Stálsmiðjuna. En enn er ekki útséð með framtíð þess framsækna verkefnis og má vel vera að það skjóti upp kollinum í breyttri mynd einhverstaðar annarsstaðar næsta sumar.

Hljómsveitalistann má skoða eins og hann leggur sig hér að neðan:

Agent Fresco (IS)
Alchemia (IS)
Auðn (IS)
Behemoth (PL)
Brain Police (IS)
Brim (IS)
Börn (IS)
Conan (UK)
Carcass (UK)
Dimma (IS)
Dys (IS)
ENSLAVED (NO)
FM Belfast (IS)
Godflesh (UK)
Grísalappalísa (IS)
HAM (IS)
Icarus (IS)
In Solitude (SE)
Inquisition (US)
Kontinuum (IS)
Kvelertak (NO)
Lights on the Highway (IS)
LLNN (DK)
Lvcifyre (UK)
Misþyrming (IS)
Momentum (IS)
Muck (IS)
Rotting Christ (GR)
Saktmóðigur (IS)
Severed (IS)
Sinmara (IS)
Skálmöld (IS)
Sólstafir (IS)
Vampire (SE)
The Vintage Caravan (IS)

 

Frekari upplýsingar fást á heimasíðu Eistnaflugs á þessari slóð www.eistnaflug.is.

Comments are closed.