EINVALALIÐ TÓNLISTARMANNA PRÝÐA NÝJU PLÖTU ÚLFS

0

Plata Úlfs, Arborescence, er nú komin út á vegum figureight. Hana má nálgast rafrænt og á 180g vinyl í gegnum bandcamp og á helstu tónlistarveitum og verslunum.

Arborescence er fyrsta plata Úlfs síðan 2013 og á henni kemur fram einvalalið tónlistarmanna á borð við Skúla Sverrisson, Gyðu Valtýsdóttur, Ólaf Björn Ólafsson, Alex Somers, Zeenu Parkins (Björk, Jim O’Rourke, John Zorn o.fl.) Greg Fox (Liurgy, Ben Frost, Ex-Eye o.fl.) og Shahzad Ismaily (Bonnie ‘Prince’ Billy, Tom Waits, Laurie Anderson o.fl.).

Á plötunni kennir ýmissa grasa – ljúfar melódíur og söngur Úlfs blandast tilraunakenndum hávaða-skotnum hljóðum sem mögulega má rekja til harðkjarnabakgrunns tónlistarmannsins. Áhrifa klassískra tónsmíða gætir og raf blandast strengjum á einstakan hátt – engin tvö lög eru eins. Um upptökustjórn sá Randall Dunn (SUNN O))), Earth, Marissa Nadler o.fl.)

Úlfur hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína sem fer um víðan völl. Hann hlaut verðlaunin „Ungt tónskáld ársins“ 2013 frá International Rostrum of Composers og hefur samið verk fyrir t.a.m. Sinfóníuhljómsveit Íslands og hina virtu hljómsveit Kronos Quartet. Hann hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Jónsa (Sigur Rós) og hina sænsku Önnu Von Hauswolff og hefur einnig vakið athygli fyrir sérsmíðuð hljóðfæri sín, sem hægt er að lesa meira um hér.

 

Skrifaðu ummæli