EINVALALIÐ TÓNLISTARFÓLKS HEIÐRA NEIL YOUNG

0

Neil Young er einn fremsti tónlistarmaður heims fyrr og síðar en Kanadamaðurinn hefur svo sannarlega komið víða við á löngum, glæstum og viðburðarríkum ferli! Einvalalið íslenskra tónlistarmanna ætla að heiðra kappann með heljarinnar tónleikum í Hörpu og í Hofi og fluttar verða tvær af hans markverðustu plötum, Harvest og Harvest Moon, auk annara sígildra laga.

Krummi Björgvinsson, KK, Ragnheiður Gröndal, Guðmundur Pétursson og Einar Scheving skelltu á frábæra ábreiðu af laginu Harvest Moon og óhætt er að segja að þeim hafi tekist vægast sagt vel til!

Þau sem koma fram á tónlekunum eru:

KK, Krummi Björgvins, Ragnheiður Gröndal, Magnús Þór, Pétur Ben, Soffía Björg, Helgi Hrafn Jónsson, Elín Ey, Guðmundur Pétursson, Eiður Arnarsson og Einar Scheving.

Tónleikarnir fara fram í Hörpu 6. Október og í Hofi 7. Október. Hægt er að nálgast miða á Tix.is, Harpa.is og á Mak.is

Styrmir Hauksson og Halldór Á. Björnsson sáu um upptökur á laginu, Styrmir Hauksson sá um mix og Magnús Andersen á heiðurinn af myndbandinu!

Skrifaðu ummæli