Einstaklingar sem eru alltaf seinir að fylgja trendum

0

Áttan var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „L8” Lagið er búið að vera talsvert lengi í vinnslu eða síðan í Júlí en góðir hlutir gerast hægt! Áttuna skipa Sólborg Guðbrandsdóttir, Hildur Sif Guðmundsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson en það eru einmitt þau sem flytja þetta frábæra lag.

„L8” fjallar um einstaklinga sem eru alltaf seinir að fylgja trendum sem ganga á samfélagsmiðlum og er gert í gríni, við þekkjum flest þessa týpu. Margt er á döfinni hjá Áttunni en hópurinn á einungis hálft ár eftir af samingstímanum. Eins og Sólborg orðaði það þegar blaðamaður hafði samband við hana: „Meiri tónlist og meiri gleði.”

Skrifaðu ummæli