EINSTAKLEGA GOTT FLÆÐI OG TEXTARNIR FERSKIR!

0

Rapparinn Bróðir Big sendi fyrir skömmu frá sér myndband við lagið „Rekkognæs.“ Lagið er á plötunni Hrátt Hljóð en hún er fyrsta plata kappans sem hann gaf frá sér nú á dögunum. Eins og hann orðar það er tónlistin hans hreinræktuð „boom bap hip hop” af gamla skólanum.

Bróðir Big er með einstaklega gott flæði og eru textarnir hans ferskir og beittir! Ef þig langar að kinka kolli í takt við alvöru „boom bap hip hop“ skelltu þá á play og hækkaðu í græjunum!

Skrifaðu ummæli