EINSTAKLEGA FRAMÚRSKARANDI OG NÆS STEMNING

0

Milli jól og nýárs iðaði Harpan af lífi en þá fór fram í fyrsta sinn listahátíðin Norður og Niður. Afar margt var um manninn og var stemningin vægast sagt mögnuð. Fjöldinn allur af listafólki kom fram á hátíðinni en dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg!

Eins og áður hefur komið fram þá hélt hljómsveitin Sigur Rós kyndlinum á lofti en hún kom alls fjórum sinnum fram samhliða hátíðinni! Á morgun föstudaginn 5. Janúar birtist ítarleg umfjöllun um hátíðina en þangað til getið þið notið ljósmyndanna hér að neðan!

Ljósmyndir: Julie Rowland fyrir Albumm.is

Nordurognidur.is

Julietterowland.com

Skrifaðu ummæli