„Eins og við þekkjum okkar uppáhalds tónlistarfólk“

0

Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Jóhanna Elísa var að gefa út lagið „Lag Fyrir Þig.“ Jóhanna sendi frá sér tónlistarmyndband við lagið „Adventurous Dream“ fyrr á árinu en myndbandið var tekið upp á 100 ára gömlu seglskipi við Grænhöfðaeyjar í Afríku.

Jóhanna hefur verið að semja tónlist lengi en er ný byrjuð að taka upp lögin sín. „Lag Fyrir Þig“ er þriðja lagið hennar sem hún gefur út og samdi hún það fyrir um 7 árum síðan eða þá aðeins 15 ára gömul.

„Lag Fyrir Þig fjallar um tónlistarfólk og hvernig okkur finnst eins og við þekkjum okkar uppáhalds tónlistarfólk í gegnum tónlistina sem þau semja fyrir heiminn. Þetta er því lag fyrir þau.“ – Jóhanna Elísa

Jóhanna hefur verið að koma fram við ýmis tilefni, brúðkaup, veislur o.s.frv. Einnig sem jazzsöngkona, en hún er útskrifuð úr Tónlistarskóla FÍH en þar lærir hún enn og í þetta skiptið á jazzpíanó.

Skrifaðu ummæli