EINS OG KATTARTUNGA SEM LEIKUR VINALEGA UM EYRU HLUSTENDA

0

flekar-promo-b

Hljómsveitin Flekar sendir frá sér sitt annað lag og ber það heitið Terrible Movies. Hljómsveitin er tiltölulega ný af nálinni, en hún kynnti sitt fyrsta lag Without a Rider í byrjun sumars.

Terrible Movies er knappt og kjarnyrt stíllinn er léttleikandi, þó textahöfundurinn Vignir Andri Guðmundsson þreifi á sama tíma á myrkari hliðum afþreyingar og metorða.

flekar-2

Með laginu fylgir að sjálfsögðu myndband sem trommari hljómsveitarinnar, Skúli Arason, galdraði fram í kvöldsólinni, sem nú er löngu farin og því ágætis áminning um betri tíð í haustlægðinni.

Bassa og gítarleikari Fleka Sigurbjörn Már Valdimarsson framreiddi hljóðheim lagsins sem eins og kattartunga leikur vinalega um eyru hlustenda, en er hrjúf um leið!

https://flekar.bandcamp.com

http://flekarband.wix.com/flekar

 

Comments are closed.