EINS OG GOTT ATRIÐI ÚR HRYLLINGSMYND

0

Tarnús jr. var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Peggy Sue“ eða á íslensku, „Bryndís Schram“ ásamt Hannesi Baldurssyni en þeir voru saman í hljómsveitinni Rafgashaus ásamt Bjarka Markússyni.

„Hugmyndin af laginu „Peggy Sue“ varð til á einni hljómsveitaræfingu þegar Hannes var alltaf að syngja viðlagið í Peggy Sue. Það var til þess að ég sá eitthvað einstakt við það og samdi versið fyrir lagið. Útkoman var svo Peggy Sue í heild sinni.“ – Tarnús Jr

Hannes hefur verið í fleiri hljómsveitum eins og Skorpulifur og Spírandi Baunir. Tarnús Jr. hefur gefið út tvær breiðskífur og nokkur stök lög þar á meðal lagið „Pussycat” og tók hljómsveitin Hellvar þátt í því lagi.

„Myndbandið lætur manni líða eins og maður er að horfa á gott atriði í hryllingsmynd.“

Myndbandið er í rauninni tvær stiklur sem Tarnús Jr. klippti saman. Önnur stiklan gerði leikkonan Kristín Ísabella Karlsdóttir og tökumaður var Atli Karl Bachmann. Hin stiklan gerðu þau Sandra Helgadóttir, Jói Björnson, Birkir Sigurjónsson, Grétar Maggi (Tarnús Jr.) og tökumaður var Ísak Gunnlaugsson.

Þetta eru tvö óháð verkefni en með svipaða myrkru þemu sem passaði vel saman. Tarnús Jr. sem er menntaður Kvikmyndagerðarmaður klippti þetta saman og breytti aðeins litunum og út kom einhverskonar myndband sem fjallar um svartagaldur. Tónlistin er dálítið rokkuð og til að skilja textann þá er ágætt að horfa á myndbandið með.

Skrifaðu ummæli