„Eins og dagbók fyrir menn sem tjá sig í gegnum tónlist“

0

Dofi er hugverk Kristjáns Jóhanns Júlíussonar, sem er betur þekktur fyrir tónlist í þyngri kantinum en hann var að seda frá sér lagið „Sundown.” Dofi hefur frá byrjun verið tilraunaverkefni og útrás fyrir þeim tilfinningum sem maðurinn upplifir, Svolítið eins og dagbók fyrir menn sem tjá sig í gegnum tónlist.

Tónlist Dofa má lýsa á marga vegu, undanfarið hefur ein tónlistarstefna verið ríkjandi en hún nefnist „Synthwave“ eða nýbylgju raftónlist. Það má finna áhrif hvaðan að í tónlist Dofa og þar má nefna Hip-hop, Shoegaze, Synth-pop, avant-garde, minimalist, drone.

„Sundown” er mjög persónulegt lag sem ég vona að fólk tengi við, allir hafa þurft að eiga við ástarsorg segir Dofi að lokum.

Hægt er að skoða og versla tónlist Dofa á Bandcamp síðu hans.

Skrifaðu ummæli