Einn vinsælasti tónlistarmaður Afríku kemur fram í Hörpu í kvöld

0

Yous­sou N´Dour er einn vin­sæl­asti tón­list­armaður Afr­íku en hann blæs til heljarinnar tón­leika í Eld­borg­ar­sal Hörpu í kvöld 28. Ág­úst. Árið 1996 slóg Yous­sou N´Dour rækilega í gegn með laginu „7 Seconds” sem hann gerði ásamt söngkonunni Neneh Cherry.

N’Dour er frá Senegal og hef­ur um ára­bil verið einn vin­sæl­asti tón­list­armaður Afr­íku og þá bæði í heims­álf­unni sem utan henn­ar og fyll­ir enn tón­leik­astaði um all­an heim. 

N’Dour ferðast um með stóra hljóm­sveit sem fram­reiðir ótrú­lega bylgju af tónlist sem er blanda af sene­gölsk­um tón­list­ar­hefðum með áhrif­um frá lat­neskri dans­tónlist, kúbverskri rúm­bu, tangói og jafn­vel djassi og hipp ­hoppi. Á tónleikunum í kvöld má búast við Afr­ísk­um takti og trylltri stemningu!

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 21:00 og hægt er að nálgast miða á Harpa.is

Hr. Örlygur

Skrifaðu ummæli