EINN VINSÆLASTI KVENNAKÓR REYKJAVÍKUR FÆRIR JÓLAANDANN

0

Kvennakórinn Katla kemur jólaskapinu í hæstu hæðir með Jólagosi sínu á Sæmundi í sparifötunum 20. desember klukkan 21:00. Sæmundur í sparifötunum er kominn í jólafötin og er jólaseðillinn í hávegum hafður. Jólagos Kvennakórsins Kötlu er hluti af KEXMAS dagskrá sem er í gangi allan desember mánuð.

Katla er kvennakór sem stofnaður var í Reykjavík árið 2012 og telja meðlimir kórsins 60 konur í heildina. Kórinn er þekktur fyrir útsetningar sínar á þjóðlögum sem og popplögum.

Tendraðu jólaljósið sem er innra með þér á þessum einstöku tónleikum sem hefjast klukkan 21:00. Það er frítt inn og tónleikarnir opnir öllum eins lengi og húsrúm leyfir.

Skrifaðu ummæli