EINN ÞEKKTASTI RAFTÓNLISTARMAÐUR HEIMS ENDURHLJÓÐBLANDAR KIASMOS

0

Kiasmos.

Á dögunum frumsýndu raftónlistartvíeykið Kiasmos nýtt myndband við titillag stuttskífu sem kom út á dögunum og ber nafnið „Blurred.” Um er að ræða sérstaka útgáfu af laginu sem er endurhljóðblönduð af einum þekktasta raftónlistarmanni heims, Bonobo.

Bonobo

Myndbandinu er leikstýrt af öðru tvíeyki, hinum goðsagnakenndum Árna & Kinski, og tekið upp í Færeyjum. Færeyskir þjóðdansar eru fyrirferðarmiklir í myndbandinu en meðlimir Kiasmos, Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen, segjast lengi hafa verið aðdáendur þessa einstaka þjóðsiðar en Janus á einmitt rætur að rekja til Færeyja.

„Það er einhver dularfullur ryþmi og orka í dönsunum sem okkur fannst passa tónlistinni. Sögurnar sem sungnar eru fjalla vissulega um allt annan veruleika en þann sem við þekkjum en dansinn sjálfur tengir saman kynslóðir. Fólk af öllum aldri tekur saman höndum og dansar og syngur sem eitt. Það var gaman að ná að fanga þessi augnablik búa til eitthvað nýtt úr þeim.“ – Kiasmos

Undanfarin ár hefur Kiasmos ferðast um heiminn og haldið fjölda tónleika við frábærar undirtektir. Í janúarbyrjun kláruðu þeir formlega tónleikaferðalag ársins í 2017 með uppseldum tónleikum í Gamla Bíói. Samhliða frumsýningu myndbandsins tilkynntu Kiasmos um DJ-set víðsvegar um heim og vænta má tilkynningar um tónleika innan skamms.

Kiasmos.is

Skrifaðu ummæli