„EINI STRÁKUR” FÆR MANN TIL AÐ KINKA KOLLI OG NJÓTA LÍFSINS

0

Tónlistarmaðurinn Huginn var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Eini Strákur.” Kappinn er ekki einsamall í laginu en Helgi Sæmundur ljáir einnig laginu rödd sína! „Eini Strákur” er vægast sagt gott stöff en það fær mann til að kinka kolli og njóta lífsins!

Myndbandið er einkar glæsilegt en Birnir Sigurðarson sá um leikstjórn, Ágúst Elí Ásgeirsson sá um upptöku, Bryngeir Vattnes sá um klippingu og Arnar Stefánsson sá um font. Sticky Plötuútgáfa gefur út!

Einnig má finna lagið á Spotify.

Skrifaðu ummæli