Einföld sviðsuppsetning svo að fleiri komist að – Plug & Play snýr aftur!

0

Plug & Play kvöldin sem vöktu mikla lukku eru nú mætt á ný í umsjón Mosa eftir eins árs pásu. Kvöldin verða haldin einu sinni í mánuði á Boston og bjóða upp á sex tónlistar atriði sem koma úr allskyns tónlistarstefnum. Allt frá trúbadorum yfir í electro hljómsveitir og rappara.

„Þetta eru skemmtileg kvöld sem ganga hratt fyrir sig. Það er svo rosalega mikið af hæfileikaríku tónlsitarfólki á Íslandi og maður sér ekki helminginn af þeim nema kannski á Airwaves Offvenue þegar allir sjá allt á einni viku. Mig langaði að búa til vettvang þar sem við getum hjálpað tónlistarfólki að kynna sýna tónlist á reglulegum tónleikum sem bjóða upp á fjölbreytileika og ganga hratt fyrir sig. Þú sérð mikið á einu kvöld og hafa þau heppnast ótrúlega vel og gengið upp tímarlega séð þrátt fyrir hraða keyrslu því það er nýtt átriði á hálftíma fresti. Það er búin að vera mikill eftirvænting eftir því að Plug & Play byrji aftur og nú loksins er það að gerast.“ – Mosi.

Nafnið Plug & Play kom af þeirri ástæðu að þessi kvöld er gerð fyrir einfalda sviðsuppsetningu í þeim tilgangi að geta haft fleiri með og stutta bið á milli atriða. Einu skilyrðin fyrir því að vera með er að hafa einfalt setup svo það sé nánast hægt að koma setja í samband og byrja.

Plug & Play #7 er í kvöld, föstudaginn 11. maí á Boston og byrjar veislan á slaginu 10:00

Fram koma:

Kl. 22.00 – Haraldur.

Halli er engin nýgræðingur í tónlist en hann er búinn að semja lög frá því hann man eftir sér. Á Plug & Play ætlar kappinn að bjóða upp á ný lög!

Kl. 22.30 – Unnur Malín.

Unnur Malín þekkja margir úr reggíhljómsveitinni Ojba Rasta. Undanfarin ár hefur hún unnið að sólóefni sínu. Unnur Malín er ástríðufullur tónlistarmaður með einstaka rödd. Leyfðu seiðandi rödd hennar að varða leið þína að hennar heimi, láttu tónlist hennar taka þig á annað svið tilverunnar.

Kl. 23.00 – Bláskjár.

Bláskjár er sólóverkefni og hliðarsjálf tónlistarkonunnar Dísu Hreiðarsdóttur. Tónlist Bláskjás er blanda af neó-klassískri og elektrónískri alþýðutónlist, þar sem áhersla er lögð á að segja sögur og túlka tilfinningar.

Kl. 23.30 – EyvindR.

EyvindR er producer og rappari úr Reykjavík. Hann býr til hip hop og gerir sína takta sjálfur. Hann sýnir enga miskun á Plug & Play.

Kl. 00.00 – Seint.

Seint flytur draumkennda meloncholiu með 808 þyngslum.

Kl. 00.30 – Skaði.

Ef Iggy Pop og Peaches ættu dóttir þá væri hún Skaði. Tónlist skaða er óttalaus og tilfinningarík og áður en þú veist af hefur takturinn tekið völd og dregið þig á dansgólfið.

Fyrir tónlistamenn sem hafa áhuga þá er Plug & Play grúbba á Facebook sem er hægt að fylgjast með hvenær eru P&P kvöld og hvar maður sækir um. Þar má einnig deila sinni tónlist, og fá ráðleggingar eða hjálp frá öðrum tónlistarmönnum.

Skrifaðu ummæli