EINBLÍNIR Á SKILNINGSLEYSI SAMFÉLAGSINS UM GEÐSJÚKDÓMA HJÁ UNGUM KARLMÖNNUM

0

Crystal Lubrikunt hefur komið víða fram um heiminn við góðar undirtektir.

Draglistin hefur verið allsráðandi víða á miðlum og sjónvarpi þökk sé vinsælda þætti á borð við Ru Paul’s drag race þar sem óhefðbundið drag er kynnt fyrir áhorfendur. Drag er nefnilega ekki bara karlmaður í kvenmannsfötum heldur er það ótrúlega skapandi og gefandi listgrein sem styrkir bæði menn og konur að taka á móti og hafa gaman af hinu karllægju og kvenlegu orkunni sem við búum yfir.

Dragmenningin á Íslandi hefur aukist undanfarin ár með gjörningalistahópinn Drag-Súgur, sem koma reglulega fram á Gauknum. Síðan í byrjun árs hefur Loft lagt sitt af mörkum til að auka við dragmenninguna á Íslandi með því að flytja inn eina dragdrottningu frá London í hverjum mánuði fyrir sérstakt dragkvöld. Þær deila sviðinu með meðlimi frá Drag-Súgur hópnum. Þessar dragdrottningar eru í fullu starfi í Bretlandi að sýna listina sína á helstu klúbbunum og eru virtar innan um skemmtana senunar í London fyrir starfið sitt.

Þær Shae Den Freude, Lydia L’scabies og Rococo Chanel hafa allar komið fram undanfarna mánuði á Loft fyrir framan troðfullan sal af brosmildum gestum. Loft hentar vel sem viðburðastaður fyrir þessi dragkvöld því að Loft er staður sem er fyrir alla – með því að hafa ókeypis aðgang inn á alla viðburði, ekkert aldurstakmark og gott hjólastóla aðgengi. Í hverjum mánuði síðan 2017 hafa þessi mánaðarleg drag kvöld verið haldin á Loft og í þetta skiptið eru þær Crystal Lubrikunt frá London og Gógó Starr frá Drag-súgur hópnum sem munu skemmta lýðinn.

Crystal Lubrikunt er þekkt nafn innan í skemmtana senuna í London. Sjálf hefur hún komið víða fram um heiminn við góðar undirtektir, nýlega tróð hún upp á RuPaul’s Dragcon ráðstefnuna í Los Angeles og vakti mikla lukka fyrir einstaka lip-sync hæfileikana sína og karakter mótun. Atriðin hennar einkennist af sjálfstyrkingu með boðskap að hleypa dívunni innra með okkur út og vera sönn okkur. Hún sýnir glænýtt atriði annað kvöld á Loft sem einblínir skilningsleysi samfélagsins um geðsjúkdóma hjá ungum karlmönnum.

„It’s important for me to talk about mental health through drag. To remind people we don’t struggle, we cope! We are in control, we’ve made it this far!“ – Crystal

Gógó Starr er ein vinsælasta draglistamaður Íslands um þessar mundir. Hún blandar saman drag og burlesque á skemmtilegan máta. Hún kom fram í auglýsingu fyrir Gló sem vakti mikla lukku þar sem hún kom fram með Reykjavík Cabaret hópnum.

Sýningin byrjar kl 20: 30 í kvöld miðvikudag 17. maí og er ókeypis inn.

Hér má sjá Gógó Starr í auglýsingu fyrir Gló:

Hægt er að skoða Facebook viðburðinn hér.

Skrifaðu ummæli