EINARINDRA SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

EinarIndra_20141030_Svhv-1 (1)

EinarIndra er raftónlistarmaður en hann hefur verið iðinn við sköpun sína í um fimmtán ár. EinarIndra sendi á síðasta ári frá sér plötuna “You Sound Asleep“ á vegum Möller Records og hefur hún fengið frábæra dóma víðsvegar um heiminn.

EinarIndra var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem nefnist “Thoughts“. Myndbandið er tekið upp á Tjörnesi rétt við Húsavík og geta glöggvir séð Skjálfanda og Lundey í bakgrunni.

Kappinn er þessa dagana að vinna að nýju efni og mun hann koma fram á raftónlistarveislunni Extreme Chill á Hellisandi í Ágúst.

 

Comments are closed.