EINARINDRA SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „THE SONGS ARE OVER“

0

indra

Tónlistarmaðurinn EinarIndra var að senda frá sér lagið „The Songs Are Over“ en það er annað lagið sem heyrist af væntanlegri smáskífu kappans Stories. Einar lét sig hverfa upp í sveit gagngert til þess að finna nýjan hljóm semja nýtt efni sem ratar á umrædda plötu.

„The Songs Are Over“ var fyrst um sinn Indie/Folk lag en tók fljótlega á sig nýja mynd eftir dvölina í sveitinni og er útkoman virkilega flott og draumkennd.

EinarIndra er með söfnun á Karolinafund þessa dagana en þar safnar hann fyrir plötunni Stories. Styrkjum þennan hæfileikaríka tónlistarmann og látum Stories verða að veruleika!

Frábært lag hér á ferðinni frá EinarIndra, hækkið í græjunum og svífið inn í daginn!

Comments are closed.