EINAR INDRA ENDURHLJÓÐBLANDAR LAGIÐ „PIKAIA“ EFTIR MAGNÚS LEIF

0
maggi einar

Magnús Leifur og Einar Indra

Þann 29. febrúar síðastliðinn kom út lagið „Pikaia“ með Magnúsi Leifa og nú hefur tónlistarmaðurinn Einar Indra tekið það heldur betur í gegn og unnið þessa líka rómantísku endurhljóðblöndun (Remix) á laginu.

maggi 3

Magnús Leifur og Hljómsveit

Hvaða dagur er betri en föstudagurinn þrettándi til að hleypa því út í heiminn og leyfa öðrum að njóta.

„Pikaia“ er annað lagið sem Magnús Leifur gaf út af komandi plötu sinni en hún er einmitt væntanleg á sumarmánuðum.

Einar Indra er raftónlistarmaður með meiru sem hefur marga fjöruna sopið í tónlistarsköpun. Tónlist hans ristir djúpt í samspili ægifagurra raftóna og seiðandi söngs.

Comments are closed.