EINAR ÁGÚST SENDIR FRÁ SÉR SITT FYRSTA JÓLASÓLÓLAG

0

Tónlistarmaðurinn góðkunni Einar Ágúst var að senda frá sér brakandi ferskt jólalag sem ber heitið „Tendrum Minningar.” Einar segir að þetta sé sitt fyrsta jólasóló lag en hann hefur áður sungið lög á borð við „Handa þér” með Gunnari Ólasyni fóstbróður sínum úr Skítamóral, „Jól eftir jól” með Gogga Mega úr Latabæ og eitt jólalag með Helgu Möller!

Nóg er um að vera hjá Einari um þessar mundir en hann var að leika í sinni fyrstu kvikmynd sem kemur að öllum líkindum í kvikmyndahús í febrúar næstkomandi og ber heitið Fullir Vasar. Kvikmyndin skartar helstu Snapchat-stjörnum landsins í aðalhlutverkum, Hjálmari Erni, Aroni mola og strákum úr Áttunni en einnig má sjá þekkt andlit eins og Ladda, Helgu Braga svo sumt sé nefnt.

„Ég og Kalli Bjarni leikum nú bara sjálfa okkur en það má segja að saman…eða nei í sitthvoru lagi meira að segja eigum við íslandsmet innanhús í uppábakdrulli í celeb-bransanum hér áður fyrr! Í myndinni fáum við að leika sjálfa okkur einfaldlega, þessa einlægu og hvatvísu drengi sem við höfum verið í gegnum tíðina.“ – Einar Ágúst

„Tendrum Minningar” er afar hátíðlegt lag og ætti það án efa að koma öllum í jólagírinn! Lagið er eftir Bjarna Halldór Kristjánsson gítarleikara hljómsveitarinnar Súellen, textinn er eftir Tómas Örn Kristinsson sem m.a á texta með Upplyftingu.

Um undirleik sáu félagar ágúst sem voru með honum í hljómsveitinni Englar sem var starfandi rétt eftir árið 2000 þegar Skítamórall fór í frí.  Þar má fremstan í flokki telja Kristján nokkurn Grétarsson gítarleikara, son Grétars Örvarssonar úr Stjórninni sem er nú sonur ekki ófrægari manns en Örvars heitins Kristjánssonar harmonikkuleikara. Um bassaleik sá Birgir Kárason, trommur og slagverk spilaði Benedikt Brynleifsson sem m.a er einhverskonar „hústrommari“ Rigg viðburða og margra annara en er hann t.d í hljómsveitinni 200.000 Naglbítum.  Svo er það undrabarnið Þórir Úlfarsson sem leikur á hljóðgervla og orgel.  Upptökustjórn var í höndum Haffa Tempó og lagahöfundurinn sjálfur syngur bakraddir. Kiddi Grétars, Biggi og Benni útsettu lagið en eins og áður fyrr kom fram voru þeir með Einari í hljómsveitini Englum.

Skrifaðu ummæli