EIN FYRSTA ÍSLENKA GAMANMYNDIN ER INNBLÁSTUR MYNDBANDSINS

0

 

Hljómsveitin Atomstation frumsýnir myndband við When in Rome sem er annað lagið sem heyrist af væntanlegri plötu sveitarinnar BASH.

Marteinn Þórsson kvikmyndaleikstjóri leikstýrði myndbandinu í samstarfi við hljómsveitarmeðlimi og Guðmundur Ingi, söngvari sá um klippingu. Innblásturinn er sóttur í eina af fyrstu íslensku leiknu gamanmyndina, Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra eftir Óskar Gíslason sem var frumsýnd í Stjörnubíói 19.október 1951. Þá fóru Bakkabræður á dráttarvél til Reykjavíkur til að hitta stúlkur sem þeir höfðu kynnst. Í myndbandinu við When In Rome fær trommarinn helgarleyfi úr fangelsi til að spila á tónleikum í Pönksafninu í Bankastræti 0 fyrir dragdrottningar og kónga. Félagarnir sækja hann uppáklæddir á dráttarvél og halda í bæinn. Myndbandið er unnið í samstarfi við Pönksafn Íslands, Drag-Súg og Dularfullu búðina.

When in Rome kemur út í kjölfar lagsins Ravens of Speed sem hljómaði í viðtækjum landsmanna í sumar við góðar undirtektir og spókaði sig á helstu vinsældalistum útvarpsstöðva. Upptökur fóru fram í Cassette Recordings hljóðverinu í Los Angeles fyrr á árinu undir handleiðslu Scott Hackwith, fyrrum upptökustjóra the Ramones. Hljóðblöndun fór fram í Studio Reflex í Berlín.

Næst má berja sveitina augum á sviði á Gauknum 5. og 12. október og á Hard Rock 13. október. Einnig verður sveitin afar virk á tónlistarháríðinni Iceland Airwaves sem hefst í byrjun Nóvember.

Skrifaðu ummæli