EIKI HELGASON

0

Eiki Helgason er einn besti snjóbrettakappi heims en hann hefur náð gríðarlega langt á þeim vettvangi. Eiki rekur fjögur fyrirtæki og má þar t.d. nefna Lobster Snowboards og Switchback Bindings. Albumm.is tók viðtal við kappann og sagði hann okkur frá bestu snjóbrettastöðum heims, hvað hann væri að gera ef hann væri akki atvinnumaður á snjóbretti og hvað er framundan svo fátt sé nefnt.

eiki1

Hvenær byrjaðir þú á Snjóbretti og hvernig kom það til?

Ég byrjaði árið 1999 því mig langaði til að vera á bretti yfir veturinn. Það var engin inni aðstaða til að vera á hjólabretti á Akureyri, en maður varð samt mjög fljótt hooked á snjóbrettinu.

Þú fórst í snjóbrettaskóla til Svíþjóðar hvaða skóli var það og hjálpaði það þér mikið að komast í atvinnumenskuna?

þetta var svona íþrótta menntaskóli (gymnasium) í Malung í Svíþjóð, og vorum við á snjóbretta braut. Þetta er kannski ekki eins og fólk hugsar þetta, maður er ekki að læra á bretti eða með einhvern þjálfara sem segir manni fyrir verkum. Þetta virkar þannig að maður er í venjulegu bóklegu námi þrjá daga í viku en svo fær maður hina dagana til að fara í fjallið og leika sér (æfa sig.) Þetta er alveg undir manni sjálfum komið hvort maður vilji ná árangri eða ekki. Þetta hjálpaði okkur gríðarlega því þarna komumst við í alveg geggjað park! Á þessum tíma fannst ekkert svoleiðis á Íslandi og var þetta í firsta skipti sem við sáum svona flotta aðstöðu. Fyrst þá föttuðum við hvað það var léleg aðstaða á Íslandi til að stunda snjó og hjólabretti.

Hvað væriru að gera ef þú værir ekki atvinnumaður á snjóbretti?

Ég hefði vonandi verið atvinnumaður á hjólabretti, en ef við hugsum um eitthvað annað en bretti þá veit ég ekki hvað ég væri að gera? Ættli ég hefði ekki bara klárað smiðinn, ég tók eitt ár á smíðabraut áður en ég flutti til Svíþjóðar.

Geturu nefnt mér topp fimm staði í heiminum sem þú hefur rædað á og af hverju þessir staðir?

Mér finnst alltaf geggjað að ræda í Hlíðarfjalli á Akureyri því þar ólst maður upp, en annars er Japan minn uppáhalds staður. Þar er geggjað púður og snjórinn extra léttur og helling af honum. Einnig eru Big Bear í Californiu, Tahoe í Californiu, Arlberg í Austurríki og kläppen í Svíþjóð en það er einmitt fjallið sem við ræduðum í skólanum. Þetta eru mínir uppáhalds staðir.

eiki snow

Nú átt þú og Halldór bróðir þinn nokkur fyrirtæki eins og t.d. Lobster Snowboards. Hvenær var það stofnað, hvernig kom það til og er ekki mikil vinna sem fer í að reka þetta?

Við erum með fjögur fyritæki, Lobster Snowboards, Switchback Bindings, Hoppipolla Headwear og 7/9/13 Belts & Accessories. Við stofnuðum þau flest árið 2011 og það gengur bara fínt. Fyrirtækin eru öll bara lítil og þægileg en við erum að vinna með góðu fólki sem hjálpar okkur mikið með viðskipta hliðina en eins og er sjáum við aðalega um hönnunina. Við byrjuðum á Lobster því að mér og Halldóri langaði að vera með sama sponsor til að geta rædað meira saman og það var enginn sem gat tekið okkur báða í teamið hjá sér. Þessi hugmynd að stofna okkar eigið merki poppaði upp og okkur leyst bara vel á það, þannig við bara hentum okkur útí þetta og sjáum alls ekki eftir því.

Nú ert þú einnig mjög góður á hjólabretti, ertu búinn að skeita jafn lengi og að vera á snjóbretti og hvort er skemmtilegra?

Ég er búinn að vera lengur á hjólabretti, ég var alltaf með meiri áhuga á hjólabretti og var bara á snjóbretti til að gera eitthvað yfir veturinn. Á öðrum vetrinum mínum fékk ég fyrsta sponsorinn minn fyrir að vera á snjóbretti og þá byrjaði ég að fókusa meira á það og þá byrjaði allt að rúlla. Mér fynnst skemmtilegra að skeita því ég verð að viðurkenna það að ég er alls ekki mikið fyrir kulda hehe.

Hvernig eru veturinn hjá þér, ertu ekki á endalausu flakki og ef svo er finnst þér það alltaf jafn gaman?

Ég er alltaf á fullu mest allann veturinn nema þegar maður slasast, en það gerist alveg af og til bara mis alvarlega. það er nánast ekki hægt að gera nein plön nú til dags því að veturnir eru orðnir svo óstöðugir út um allan heim þannig að maður verður bara að skjótast þangað sem snjórinn er. Maður verður að vera mjög actívur á social media nú til dags t.d. á Instagram og facebook, endilega followa mig! Ég hef mikinn áhuga á að ferðast þannig að þetta er bara algjör draumur og ég vona að ég geti gert þetta þangað til að líkaminn gefst upp.

Nú ert þú að byggja þér hús á Akureyri og hefur það ekki gengið áfallalaust fyrir sig? Býrðu á Akureyri í dag og er planið að búa þar í framtíðinni?

Ég bý úti í Monaco sem er algjör snilld, ég elska að vera þarna þegar maður þarf á góðu veðri að halda. Já, ég er búinn að vera að byggja, eða réttara sagt láta byggja hús á Akureyri. Ég reyni að brasa í því sem ég get sjálfur semsagt svona “Idiot proof” verkum sem á ekki að vera hægt að klúðra. Þetta er svona gælu verkefni og er partur af húsinu loksinns orðinn íbúðarhæfur þannig að maður er með stað þegar maður er á Akureyri. Planið er að klára restina bara hægt og rólega og þegar maður hefur tíma. Þetta hefur ekki gengið alveg hundrað prósent fyrir sig t.d. daginn sem við ætluðum að sofa fyrstu nóttina, var allt komið á flot. Gólfhita lögn hafði sprungið og spreyjaði heitu vatni útum allt og á allt hehe, en þetta slapp ótrúlega vel, allavega mun betur en maður sá fyrir sér þegar madur sá allt á floti.

eiki house

Hvað er uppáhalds trikkið þitt á snjóbretti, af hverju það trikk og er eitthvað trikk sem þig langar að gera en hefur ekki enþá náð?

Það er voða erfit að segja, en ef ég á að nefna eitthvað þá er það Back Side 180 uppá rail eða Back Side 540 shiffty á palli.

eiki 2

Hvað er framundan hjá Eika?

Lifa lífunu sem skemmtilegast, vera á bretti og sjá hvað gerist. Mottóið mitt hefur alltaf verið að “Svo lengi sem maður gerir engin plön þá fer ekkert úrskeiðis” og ég reyni bara að lifa eftir því.

LINKAR:

http://www.lobstersnowboards.com/

http://hoppipollaheadwear.com/

http://sevennine13.com/

http://www.switchbackbindings.com/

https://instagram.com/eikih87

https://www.facebook.com/Eikihelgason.1

https://twitter.com/Eikih87

 

 

 

 

Comments are closed.