Ég varð bara óvart fokking ástfangin

0

 

Hildur Henrýsdóttir opnar sýninguna, Ég varð bara óvart fokking ástfangin í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík (sjávarmegin). Sýningin opnar laugardaginn 10. mars kl. 17.00 til 19.00. Léttar veitingar verða í boði.

Sýningin samanstendur af málverkum, teikningum, skúlptúrum og myndbandsverki sem fjalla á einlægan hátt um upplifun listakonunnar á höfnun og ástarsorg. Sýningarstjóri er Birkir Karlsson (1987) meistaranemi í Listfræði við HÍ. Tónlistarstjórn er í umsjón Svavars Knúts.

Hildur Ása Henrýsdóttir (1987) lauk BA námi í Nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri 2012 og útskrifaðist frá Myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2016. Hún býr og starfar í Reykjavík. Hildur vinnur olíumálverk á striga, einnig teikningar, skúlptúra, gjörninga og ljósmyndir. Verk hennar fjalla um tilfinningalíf og tilvistarleg átök í innra lífi einstaklinga. Hún veltir einnig fyrir sér með hvaða hætti hinn ytri veruleiki mótar einstaklinga og hefur áhrif á upplifanir þeirra. Í sjálfsmyndum sínum vegur hún salt á milli sjálfsskoðunar og sjálfsgagnrýni, gjarnan á melankólískan en jafnvel húmorískan hátt. Hún birtir sjálfa sig á óvæginn, berskjaldaðan, og einlægan hátt.

Sýningin í Grafíksalnum er hennar þriðja einkasýning og stendur hún til 25. mars og verður opin frá kl. 17 – 19 mið – fös og 14 – 18 um helgar.

Hægt er að fylgjast nánar með Hildi á instagram síðunni hennar.

Skrifaðu ummæli