„ÉG VAR LOKSINS MEÐ SÖNGINN HENNAR OG ÞÁ KOM TÆKIFÆRIГ

0

glow jess

Bjarni Freyr Pétursson hefur verið að pródúsera og gefa út tónlist undir nafninu GlowRVK um nokkurt skeið. Hann hefur verið iðinn við að gefa út lög og tónlistarmyndbönd við góðar undirtektir. Nú sendir hann frá sér Remix af laginu „Final Song“ með MØ.

„Ég hef verið mikill aðdáandi hennar bara alveg síðan ég heyrði fyrst í henni fyrir nokkrum árum. Hún er með virkilega sérstaka og töff rödd og ég hef oft verið að velta fyrir mér að reyna að gera remix af lagi með henni. Svo kom það til að ég var loksins með sönginn hennar og þá kom tækifærið á að spreyta sig á því.“ – Bjarni

glow

Remixið er samið í kringum sönginn hennar MØ og notaði Bjarni sín eigin sound og sömpl. Upprunalega lagið er virkilega frábært en Bjarna langaði að gera sitt eigið tvist á laginu.

„þetta er líka fyrsta skiptið sem ég gef út remix á netinu, hef bara verið að gefa út mín eigin lög, en núna fer maður kannski að henda út fleiri Remixum sem eru í vinnslu.“ – Bjarni

Skrifaðu ummæli