Ég syng fyrir þig – 40 ára afmælisútgáfa á hvítum vínyl

0

tilefni af því að 40 ár eru síðan Björgvin Halldórsson sendi frá sér sólóplötuna Ég syng fyrir þig, þá er hún nú endurútgefin á vínylplötu.  Þessi viðhafnarútgáfa er í gatefold umslagi, á hvítum vínyl og inniheldur aukalag.

Platan var að mestu unnin í Hljóðrita í Hafnarfirði af þeim Björgvini og Magnúsi Kjartanssyni.  Lokavinnsla plötunnar fór síðan fram í Red Bus Recording Studios í London. Upptökustjórn var í höndum Geoff Calver og Björgvins.

Platan kom síðan út í nóvember 1978 og fékk frábærar undirtektir, enda inniheldur hún lög sem síðan þá hafa lifað með þjóðinni.  Þetta er í raun platan sem stimplaði Björgvin inn í þjóðarsálina sem einn af okkar dáðastu dægurlagasöngvurum.

Skrifaðu ummæli