„Ég stofnaði hljómsveit með hinum egóunum mínum”

0

Það sem fyrst var Ásta Guðrúnardóttir breyttist í tónlistarkonuna KUSK sem nú hefur stofnað hljómsveit með sjálfri sér.

„Ég stofnaði hljómsveit með hinum egóunum mínum. Bandið heitir Animal Print. Mér fannst ég orðin svo heft með KUSK þó ég held alveg áfram með það en ég vildi nafn sem héldi utan um allt sem ég er.” – Ásta Guðrúnardóttir.

Ásti segir að hún hafi tekið vaxtakipp en hún er að semja mikið af tónlist um þessar mundir og er með mun skírari sýn á hvað hún vill gera.

„Ég á svo mikið af lögum sem eru tilbúin, það er sko haugur hér um bil.” Ásta Guðrúnardóttir.

Ásta horfði yfir þetta allt og sá að hún er svo miklu meira en KUSK. Það sem Ásta gerði næst er að herja á nýja stefnu og Animal Print varð til!

Hljómsveitarmeðlimir eru KUSK, your Brother´s Muse og the Lady with the Pink Chameleon. Þessi listamannanöfn þjóna mér á ákveðinn hátt. Hugmyndin um þessar þrjár varð til bara með að fylgjast með sjálfri mér hvernig ég nálgast mismunandi hluti.

Ég er að undirbúa að spila live með Animal Print. Ég er svo spennt fyrir þessu concepti og hlakka til að vinna þetta áfram, ég er að njóta mín vel. Svo er að fara meira í danstónlist með KUSK nafnið. – Ásta Guðrúnardóttir.

Fyrsta lag sem Animal Print gefur frá sér ber heitið „Come over”. Magnús Leifur sá um hljóðblöndun og masteringu en hann spilar einnig á gítar í laginu, sem er æðislegur.

Magnús Leifur hefur svo sannarlega komið víða við í tónlistinni en hann hefur hljóðblandar margt fyrir Ástu.

„Ég hef lært sjálf hljóðtækni og kann að hljóðblanda en það er gaman að vinna saman og þegar það er gaman þá er allt auðvelt. Svo gerði Geir Helgi Birgisson „Animal Print“ logo, hann er snillingur. Heimir Snær Sveinsson tók myndir, það er fáránlega gott að vinna með honum. Þó ég sé sólóisti fynnst mér mest gaman af samvinnunni. –  Ásta Guðrúnardóttir.

Fyrsta lag sem Animal Print gefur frá sér heitir “Come over”. Svona pínu bad boy dýrkun í því. Það er sexýnessið að býða og er hluti af ástinni. Óvissa er örfandi. Þetta er svoleiðis örvandi óvissa um það sem við þráum flest helst. Ástina.

Skrifaðu ummæli