„Ég settist undir tré í London og samdi textann við lagið”

0

Ljósmynd: Palli.se.

Flammeus (listamannsnafn Tuma Hrannar-Pálmasonar) gaf á jóladag út 2. smáskífu af komandi sólóplötu sinni „The Yellow“. Honum til halds og trausts í spilamennsku og upptökum eru Hafsteinn Davíðsson (trommur), Jóhannes Stefánsson (rafgítar) og bræðurnir Guðjón (hljómborðshljóðfæri) og Sigfús (upptökur, mixun og mastering) Jónssynir.

Lagið, sem ber heitið „It“, var upprunalega samið á kassagítar þegar ég datt niður á skemmtilega óvenjulega hljóma í E-dúr. Ég var ný orðinn 16 ára, gerðist semsagt í mars/apríl 2014. Sumarið eftir það fór ég með fjölskyldunni í ferð um England og við stoppuðum meðal annars í London. Það var þar sem ég settist undir tré í almenningsgarði í blíðskaparveðri og samdi textann við lagið.  – Tumi Hrannar-Pálmason.

Textinn er innblásinn af einföldum hlutunum sem færa okkur hamingju í lífinu, hlutir sem kosta mann ekki mikið en færa manni mikla hamingju. Fleiri textar við lög á plötunni voru gerðir í þessari ferð en mögulega verður greint frá því síðar.

Umslagið vann: Vala Steingrímsdóttir.

Lagið var eitt það fljótasta sem kappinn hefur samið og small það afar fljótt á æfingu þegar hann sýndi strákunum það fyrst. Lagið má finna á spotify og öðrum betri streymisveitum.

Skrifaðu ummæli