„Ég og Rob stefnum á Söngvakeppnina 2019“

0

Tónlistarmaðurinn Tómas Helgi Wehmeier var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem nefnist „Walking Without You.“ Lagið er samið af Tómasi með hjálp Rob Price sem samdi einnig lagið „Ég og þú,“ (e.Think It Through) ásamt Tómasi og Sólborgu Guðbrandsdóttur, en Tómas og Sólborg fluttu það í söngvakeppninni 2018.

Lagið fjallar um strák sem er að viðurkenna mistök sín við stelpu sem hann var að hitta/í sambandi við og vill ekki labba veginn í lífinu án hennar.

Tómas og Sólborg fluttu lagið „Ég og þú,“ í söngvakeppninni 2018

Tómas byrjaði að semja lagið í nóvember 2017 en breytti því í janúar og hjálpaði Rob honum að fullkomna lagið. Næst á döfinni er að gefa meira út en Tómas og Rob eru búnir að mynda frábært samband í lagasmíðum.

„Ég og Rob stefnum á Söngvakeppnina 2019 og er ég að fara fljúga til hans í sumar til London og ætlum við að semja lag fyrir næstu keppni ásamt öðru. Svo er ég að taka við bókunum fyrir árshátíðar og brúðkaup.“

Lagið er komið í spilun á rás 2 og er að fá mjög góðar viðtökur. Myndband við lagið kemur út í Maí í samstarfi við Reykjavik Events sem sjá um öll myndbönd við lög Tómasar.

Eyþór Úlfar í September tók upp lagið og sá um allan hljóðfæraleik, Tómas er aðalflytjandi og Sólborg og Eyþór syngja bakraddir.

Skrifaðu ummæli