„Ég hef skapað mér nafn og andlit sem ungt fólk man eftir”

0

Ágúst Helgi Jónsson er tuttugu ára tónlistarmaður frá Íslandi. Ágúst er búsettur í Bergen í Noregi en hann hefur búið þar í um sjö mánuði en hann hefur áður búið í Noregi í fimm ár. Ágúst segir að áhuginn á tónlist hafi byrjað í 6. bekk í grunnskóla, þá var draumurinn að verða rappari! Fyrst þegar Ágúst flutti til Noregs heyrði hann í tónlistarmanninum góðkunna Skrillex, þá aðeins þrettán ára gamall!

„Ég kynntist einum manni sem var og er plötusnúður, sem seinna varð góður vinur minn og tónlistar félagi. Við stofnuðum Pitch Raiderz, og gáfum út tvö lög. Þetta samstarf varði í tvö ár en ég sleit því af því mig langaði að koma mér áfram í tónlistinn einn og sjálfur!“ – Ágúst Helgi

Ágúst segir að þessi tvö ár hafa verið lærdómsrík, erfið og skemmtileg! Á þessum tíma lærði Ágúst öll trikkin í bókinni og hvað það er sem þarf til að vera góður plötusnúður!

Eftir að Pitch Raiderz hætti störfum flutti Ágúst ásamt kærustu sinni til Bergen en Bergen er talin stærsta skemmtunarborg Noregs! Kappinn gerði sér lítið fyrir og kom sér í samband við aðal Dj bókarann í borginni og þá var ekki aftur snúið! Nú spilar Ágúst um tvisvar til fjórum sinnum í viku, á öllum stærstu skemmtistöðum Bergen.

Ágúst gengur undir tónlistarnöfnunum FBGM og einfaldlega Ágúst en þessi tvö nöfn hafa mismunandi markmið og stíl. Ágúst vinnur nú hörðum höndum að sínu fyrsta lagi en lagið verður gefið út með featuring frá einum af stærsta söngvara Íslands en Ágúst vill ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.

Nýlega tók Ágúst þátt í  DJ-Mix keppni en keppnin er ein sú stærsta í Noregi. Kappinn sigraði í keppninni og í kjölfarið kemur hann fram á stærsta skemmtistað Noregs. Það er greinilegt að mikið er um að vera hjá Ágústi og verður gaman að fylgjast með honum í nánustu framtíð! Ég hef skapað mér nafn og andlit sem ungt fólk í Bergen man eftir segir Ágúst að lokum!

Hér fyrir neðan má hlýða á vinnings mixið frá Ágústi!

Skrifaðu ummæli