„Ég hef lengi verið að díla við þunglyndi“ – Það heyrist í textunum

0

Tónlistarmaðurinn Lil Woofer eða Aron Karl eins og hann heitir réttu nafni er ansi iðinn við sína tónlistarsköpun en hann sendi nýverið frá sér lagið „Decay Diary (Part One).”

„Ég hef lengi verið að díla við þunglyndi, og held að það komi svolítið fram í textunum mínum.” – Aron Karl.

Aron hefur alltaf hlustað mikið á rokk og metal og segir hann þetta verkefni hafi komið honum töluvert á óvart. Aron lýsir tónlistinni sem “Gothic Rap” og verður forvitnilegt að fylgjast með kappanum á næstunni!

Skrifaðu ummæli