„Ég gæti bara slakað á og dáið úr lofthræðslu í rólegheitunum”

0

Royal Gíslason var að senda frá sér stuttskífuna Leader en hún inniheldur þrjú lög. Mikið er um að vera hjá kappanum þessa dagana og segir Royal að mikið “mission” sé búið að fara í gerð plötunnar. Royal og Hermann H.Bridde/BirdieOTB hafa setir sveittir í hljóðverinu og er útkoman virkilega þétt en Royal lýsir plötunni sem King Type Classic! Kappinn á ekki langt að sækja listrænu hæfileka sína en hann er sonur leikaranna Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnar Jónssonar.

Albumm.is náði tali af Royal og svaraði hann nokkrum skemmtilegum spurningum.


Hvar ert þú staddur og hvað er verið að bralla?

Ég er Staddur á Frostbitnu Eyjunni Þessa dagana . Er mikið búinn að vera að vinna í nýjum verkefnum og klára gömul á sama tíma.

Það er allt að gerast en þú varst að senda frá þér plötu. Er hún búin að vera lengi í vinslu?

Já búið að vera mikið “mission” í kringum þessa plötu/EP en við Hemmi (Hermann H.Bridde/BirdieOTB) erum búnir að vera mikið í stúdíóinu og eftir sirka þrjá mánuði af “sessions” (bæði upptöku og creative) ákváðum við að þetta yrði þriggja laga EP plata!

Hvernig mundir þú lýsa plötunni í einni setningu?

King Type Classic!

Ef þú gætir tekið með þér hvern sem er (lífs eða liðinn) í loftbelgs ferðalag í kringum hnöttinn, hver yrði fyrir valinu og afhverju hann/hún?

Ég er rugl lofthræddur svo ef ég yrði neyddur at gun point til þess að fara í loftbelgs ferðalag (sem er eina leiðin sem ég sé fyrir mér að ég myndi samþykkja að fara) þá myndi ég líklega þurfa að velja einhvern Heimsmeistara í loftbelgjaflugi (ef sá titill er til) svo ég gæti bara slakað á og dáið úr lofthræðslu í rólegheitum!

Hvað veitir þér innblástur fyrir þína tónlistarsköpun og ertu alltaf í stuði til að semja tónlist?

Lífið mitt er constantly aðal innblásturinn fyrir creative sköpun fyrir mig, en Tónlist og Textasmíði er búin að vera my therapy síðan ég var 15 ára gamall ,það breytist aldrei. En nei ég er ekki alltaf í stuði til að semja og þrátt fyrir það hættir hausinn minn aldrei sem getur alveg orðið þreytt t.d. þegar ég er bara að keyra milli staða eða vinna eða eitthvað venjulegt haha.

Á að fylgja plötunni eftir með tilheyrandi tónleikahaldi?

Klárt mál það verður tilkynnt bráðlega!

Hvað er framundan hjá þér og eitthvað að lokum?

Ég og Hemmi erum náttúrulega að vinna í nýju Stöffi en svo er ég líka að klára collab. með Nýrri up and coming Tónlistarkonu sem kallar sig Móna Vísa, en við erum að fara að taka upp myndband bráðlega við lag sem við vorum að klára saman, það verður sick!

Annars bara ást og friður til ykkar hjá Albumm.is!

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið „Leader“ sem kom út fyrir stuttu.

Royal Gíslason á Instagram

Skrifaðu ummæli