„ÉG FÉKK GUT FEELING FYRIR ÞESSU LAGI“

0

Hljómsveitin Wildfire var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Up to the stars.“ Það má segja að sveitin sé sólóverkefni Guðmundar Herbertssonar en hann byrjaði að grúska í tónlist aðeins fjórtán ára gamall.

„Ég hef ekki fengið sjálfan mig til að gefa neitt út fyrr en ég datt inn á þetta lag. Ég fékk svona „gut feeling“ fyrir þessu lagi“ – Guðmundur Herbertsson.

Lagið er tekið upp hjá Ása Jóhanns í Stúdíó Paradís sem var svo auðvitað með einhverja snillinga á sínum snærum eins og Tomma Jóns hljómborðsleikara og Steinþór Guðjónsson gítarleikara. Guðmundur fékk til liðs við sig bassaleikarann Guðmund Inga Halldórsson.

„Þegar þessi hópur var kominn saman þá gerðist eitthvað! Lagið sem ég hafði samið heima hjá mér með Ableton Live var eins og lyft hefði verið upp á algjörlega nýjar hæðir!“ – Guðmundur Herbertsson.

Fleiri lög eru á teikniborðinu og er fyrirhugað hjá honum að henda út nokkrum lögum sem endar svo á plötu. Fylgist með gott fólk því þetta er bara byrjunin!

Einnig má finna lagið á Spotify. https://open.spotify.com/track/4bgsRfu7CFakbuD8nCVxzF

Skrifaðu ummæli