„ÉG ER LOKSINS AÐ KOMA ÚT ÚR SKÁPNUM SEM TEIKNARI“

0

Hér má sjá skjáskot úr nýju myndbandi Páls Óskars sem verður frumsýnt á Albumm.is föstudaginn 16. september.

Tónlistarmaðurinn og poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson þarf ekki að kynna fyrir landanum en hann sendi á dögunum frá sér lagið „Þá mætir þú til mín.“ Lagið er búið að fá talsverða umbreytingu og er nú verið að leggja lokahönd á glæsilegt myndband.

Í hádeginu á föstudaginn 16. September ætlar Albumm og Páll Óskar að leiða saman hesta sína og frumsýna myndbandið hér á Albumm en gríðarleg vinna og metnaður hefur farið í herlegheitin! Albumm.is hefur einnig fengið í hendurnar fyrstu skjáskotin úr myndbandinu sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.

Páll Óskar svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum um lagið og myndbandið en hér má lesa brot úr viðtalinu en það byrtist í heild sinni á föstudaginn.

Er þetta myndband eitthvað frábrugðið fyrri myndböndum og ef svo er hvernig þá?

Ég er loksins að koma út úr skápnum sem teiknari. Ég teiknaði alveg gríðarlega mikið sem barn og unglingur og hætti því skyndilega um leið og Rocky Horror var frumsýnt í MH. Eftir það stökk ég um borð í poppara hringekjuna sem snerist bara hraðar og hraðar eftir því sem árin liðu, og ég fékk aldrei ró og næði til að setjast niður og teikna – eins og ég hef nú gaman af því. Ég hafði gott af því að teikna sílúettu myndirnar sem birtast hér og þar í videoinu, og ég veit að ég þarf að gera meira af því, því þetta virkar á mig eins og hugleiðsla…

Ertu ekki himinlifandi með útkomuna?

Ég er á bleiku skýji núna, bæði með lagið og myndbandið.  Get ekki beðið eftir að leyfa ykkur að sjá það kl. 12:00 á föstudaginn…

Allt viðtalið birtist í heild sinni á föstudaginn þann 16. ágúst. Spennið beltin gott fólk því það verður partý!

http://www.palloskar.is/

Hér má sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu:

palli-4-j

palli-5

palli

Comments are closed.