„ÉG ELSKA TEXTA SEM MEINA EITTHVAÐ OG SEGJA SÖGU“

0

Tónlistarkonan Sylvía Erla sendi fyrir skömmu frá sér lagið „Wolf Call“ og hefur það fengið vægast sagt frábærar viðtökur! Wolf Call er að fá mikla athygli úti í Skandinavíu en það komst á þrjá playlista á Spotify á útgáfudegi „New Music Friday“ á Íslandi, Danmörku og Noregi.

Albumm.is náði tali af þessarri hæfileikaríku tónlistarkonu og svaraði hún nokkrum spurningum um nýja lagið, hvað veitir henni innblástur og hvað sumarið ber í skauti sér.


Er Wolf Call búið að vera lengi í vinnslu og um hvað er það?

Nei reyndar ekki, ég bjó til lagið í London á síðasta ári með Steven Manovski og Sam Grey. Við Vorum rosalega fljót að semja það og síðan var ákveðið að gefa það út núna. Wolf Call er um eld heitt nýtt ástarsamband, en er sagt frá sjónarhorni stelpunnar.

Hvert sækir þú innblástur fyrir tónlistarsköpun þína?

Textar veita mér mikinn innblástur. Ég elska texta sem meina eitthvað og hafa sögu á bakvið. En annars elska ég að vera ein í herbergi og hugsa. Mínar fyrirmyndir eru performerar sem leggja mikið í showin sín, Beyonce, Micheal Jackson, Prins, Bruno Mars, Tina Turner…

Á að henda í plötu og hvað ber sumarið í skauti sér?

Heyrðu það gæti bara vel verið, þetta fer allt að smella saman bráðum. Ég er að fara koma mikið fram, ég elska að koma fram. Einnig er ég að vinna að heimildarmynd um lesblindu með Sagafilm og er að gera barnabók.

Eitthvað að lokum?

Ég er mega spennt fyrir komandi tímum, mikið í gangi.

Skrifaðu ummæli